þriðjudagur, apríl 26, 2005

Næring!

Já, þetta er nú orðin frekar löng nótt frá því síðasta vetrardag þegar ég sagðist koma inn aftur daginn eftir... skamm Siggi...en það hefur reyndar ýmislegt borið á góma síðan þá.

Sumardagurinn fyrsti var fínn og fjölbreyttur dagur frá upphafi til enda - einkenndist af næringu ýmiss konar.

Byrjaði með kórsöng í skátamessu í Hallgrímskirkju. Þurfti reyndar að yfirgefa samkvæmið áður en yfir lauk því kokkalandsliðið hafði boðið mér í hádegismat. Uuuummmmm.... þvílík dýrð!!! Forrétturinn var búinn að vera í þróun í 6 ár!!! Spáið í það! ...og ég verð að segja þeim tíma hefur verið ágætlega varið. Forrétturinn var semsagt ýmislegt tengt humri, hörpudisk í samblandi við mangó frauð og ýmislegt fleira ásamt hvítvíni. Hrein dásemd! Aðalrétturinn var kálfa og nautalund, græn kartafla (stórmerkileg), brjóst og bris. Já, ég er ekki að grínast...brjóst og bris. Ekki slæmt að fá brjóst í hádegisverð, ha! Þetta rann náttúrlega niður, meirt og stórkostlegt ásamt dýrindis rauðvíni...mmmm....
Herlegheitin enduðu síðan með skyrrétti, súkkulaði, karamellu, kanil og ég veit ekki hvað og hvað. Mmmmm.... Matarmaðurinn Siggi var algjörlega að fýla þetta hádegisboð!

Nýtti það sem eftir var dagsins með Ástu og Guðrúnu, ýmist heima í rólegheitum eða úti á rúntinum. Fínt í sólinni, afslappað og þæilegt!

Um kvöldið gerði ég síðan eitthvað sem ég hef aldrei gert. Skellti mér á samkomu í Fíladelfíu með mæðgunum og Unni. Nokkuð merkilegt. Var búinn að vera á leiðinni nokkuð lengi og ákvað að skella mér þarna. Þetta var bara skemmtilegt. Helsti munurinn sem ég upplifði var sá að mér fannst þeir komnir lengra í boðskiptafræðinni en þjóðkirkjan. Það sem sagt er þarna og gert felur í sér mun meiri þátttöku, meiri söng (þú syngur - ekki bara einhver kór), það er talað mun persónulegar við þig og á mannamáli á meðan "venjuleg messa" er mun uppskrúfaðri og fjarlægari manni sem gerir það að verkum að það sem sagt er þar verður hálfgerð síbylja sem maður tekur ekki til sín. Manns trúarupplifun kemur eiginlega frá manni sjálfum. Ræddi þetta reyndar við kirkjunnar mann um helgina og sú upplifun sem ég hef af "venjulegum messum" sagði hann að væri reyndar nokkuð á undanhaldi. Ég sé að ég þarf að fara að prófa að fara í kirkjur víðar og komast að því hvort þetta er eitthvað að lagast.
Ég var ekkert sammála öllu því sem predikarinn sagði en ég er það ekki heldur í venjulegri messu. Munurinn er sá að mér er eiginlega alveg sama í venjulegu messunni því hlutirnir eru einhvern veginn fjarlægari. Vissulega var þarna fólk sem fýlaði þetta svolítið öflugar en ég en það var ekkert meiri múgæsing en maður sér á tónleikum með Jónsa í Svörtum fötum eða Birgittu. Hún var bara að degi til og fólk almennt edrú.

Er ég á leiðinni í Fíló? Neeiii varla. Er hins vegar alveg til í að fara þarna aftur og hlusta á skemmtilega tónlist. Langar að upplifa alvöru gospelmessu með kór, feitri kerlingu (helst svartri) og alles. Það væri glæsilegt! Þarf reyndar líka að heilsa upp á Örn og Ernu, vini mína í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en þau eru að gera góða hluti þar í tónlistarmálum.

Já þrusudagur í upphafi sumars. Jesúnæring um morguninn, maganæring og vinanæring um miðjan daginn og aftur Jesúnæring um kvöldið. Maður verður nú ekki öllu nærðari!

Læt þetta duga í bili... Helgin var síðan stútfull (í fleiri en einni merkingu). Meira um það seinna!

2 Comments:

At 26.4.2005, 21:37, Anonymous Nafnlaus said...

Púfff... síðast þegar ég tók þátt í svona Skátaskrúðgöngu/messu upp í Hallgrímskirkju var ég svo þunnur að það leið yfir mig við altarið eftir allt þrammið.
Fyrirmynd æsku landsins. "En síðan eru liðin mörg ár"

= Y =

 
At 26.4.2005, 22:52, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti!

Hef sjálfur meira verið í því að grípa enda í blóðríkara lagi!

Það væri annars athyglisvert að kanna hversu mörgum "pompsum" hefur verið útvarpað í gegnum tíðina, þ.e. þegar það heyrðist í útvarpinu "loud and clear" þegar liðið (oftast nær þeir hæstu og grennstu) duttu eins og grjót í gólfið í kórnum í Hallgrímskirkju. Alltaf spennandi uppákomur og það sem gaf þessu heiðursvarðarbrölti aukið gildi hehehehe....

 

Skrifa ummæli

<< Home