miðvikudagur, mars 16, 2005

Gildur limur...loksins!!!

Skellti mér í ræktina í morgun!!! Jibbbíííí...Það þýðir að nú er fjöldi heimsókna næstum því orðinn jafn hár og fjöldi mánaða sem ég hef greitt af kortinu! Nú er bara málið að halda dampi...kannski þó ekki sama dampi og áður. :) Ég er því hægt og bítandi að verða "gildur limur í sportamannafjelaginu" eins og Færeyingarnir myndu orða það í stað þess að vera bara styrktarmeðlimur - sem er þó vissulega göfugt hlutskipti.

Fyrstastigsprófið í tónfræði féll hins vegar niður á mánudaginn...átti reyndar held ég aldrei að vera. Við vorum tveir og skildum báðir orð kennarans þannig að það ætti að vera próf á mánudaginn. Ég held hins vegar að hún hafi bara verið að blekkja okkur til að læra heima og beitt fyrir sér tungumálamisskilningi...hún er nefnilega Tékki að ég held og talar svolítið bjagaða íslensku.
Var hins vegar ágætlega undirbúinn og hefði alveg tæklað þetta próf. Bíð því spenntur eftir því að vera þrykkt í prófið eftir páska. Byrja bara á 2. stigi strax og klára 1. stigsprófið þegar kennaranum dettur í hug.

2 Comments:

At 17.3.2005, 21:51, Anonymous Nafnlaus said...

Lucky bastard!

 
At 17.3.2005, 21:52, Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað átti að kvitta undir.

= Y =

 

Skrifa ummæli

<< Home