mánudagur, maí 08, 2006

Til hamingju Ísland!

Gleðilegt sumar annars...loksins orðið heitt, og þá meina ég mjög heitt.

Hjóluðum upp Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn í gær. Það var sannkölluð sumarstemning í Elliðaárdalnum, tugir barna á víð og dreif út um alla á að leika sér og busla. Fjölskyldur út um allt í lautarferð. Rosalega gaman að sjá hvað Reykvíkingar eru orðnir duglegir að vera úti með börnunum sínum að njóta lífsins án þess að það kosti tugi þúsunda. Til hamingju Ísland!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home