föstudagur, apríl 01, 2005

Úlfarsfell & 1. apríl!

Við Birna og Ásta Bjarney erum á leiðinni á Úlfarsfell klukkan 18! Áhugasamir hvattir til að hafa samband eða mæta á bílastæðið við suðurhlíðina.Besta aprílgabbið var á mbl.is í dag...

Fann upp málið í tilefni dagsins
Norska-íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software ASA ákvað að bregða á leik í tilefni dagsins og sendi frá sér tilkynningu um, að náðst hefði stórmerkur áfangi í þróun samskipta. Hefði fyrirtækið uppgötvað óháða raddtæknilausn fyrir fjarskipti milli einstaklinga sem ekki eru í mikilli fjarlægð hver frá öðrum.

Þegar lesið er í gegnum tækniorðaflauminn í tilkynningunni kemur í ljós, að fyrirtækið sagðist hafa uppgötvað talmálið.

Opera segir í tilkynningunni, að þessi merka uppgötvun, sem nefndist Opera SoundWave, dragi 30 metra og hægt sé að beita henni án sérstaks búnaðar, t.d. með því spyrja einhvern nærstaddan spurningar eins og: Er 1. apríl í dag?

Ef lesendur eru engu nær eftir að hafa lesið þetta er upplýst í tilkynningunni, að einkaréttarvarða P2P taltæknin noti hliðræn merki sem berist gegnum loftið og þannig geti notendur átt samskipti í rauntíma án aðstoðar tölva eða farsíma.

Síðan er því lýst hvernig SoundWave tæknin hafi verið uppgötvuð þegar tæknimaður hjá Opera sagði eitthvað og gerði sér grein fyrir því að félagar hans skildu hann.

„Eins og flestir aðrir hef ég notað tölvupóst sem aðalsamskiptaleið í mörg ár og komist að raun um að hún er ekki 100% örugg," segir Trond Werner Hansen, tæknimaður, í tilkynningunni. „SoundWave hefur opnað fyrir mér nýjan heim, mér tekst að vinna störfin hraðar og betur en áður - og það er ótrúlega auðvelt að nota þessa tækni."

Í lokin er lesendum boðið að smella á nettengil til að skoða Opera SoundWave betur. Þá opnast netsíða þar sem eftirfarandi tilkynning birtist: „Til að fá sýnishorn af SoundWave P2P rauntímaraddartækni er nóg að spyrja einhvern í nágrenninu eftirfarandi spurningar: „Hvaða dagur er í dag?" SoundWave-síða Opera

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home