mánudagur, maí 29, 2006

Af sætum stelpum og sætari!

"Maður getur ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni"
sagði Geir Haarde fyrir ekki alllöngu.

Aaaauuuuuuminginn hann Ólafur frjálslyndi. Hann hélt í allan gærdag að hann væri sætasta stelpan og yrði fyrir valinu. Það var náttúrlega gjörsamlega útilokað mál að ætla að treysta á Ólaf og Frjálslynda til að halda uppi meirihlutanum. Nokkurn veginn eins og að velja sér að keyra með tímasprengju í skottinu næstu fjögur árin og vita aldrei hvað væri langt í það að hún spryngi.

Villi talaði við alla en munurinn var sá að Frjálslyndir voru svo ákafir að þeir láku öllu í fjölmiðla til að sýna að nú væru þeir sæta stelpan á hraðri leið í bólið með stóru strákunum. Voru svolítið eins og pínulitlu stelpurnar sem eru í búðaleik og svo verður alveg rosalega mikið að gera allt í einu í búðinni og þær vita ekki alveg í hvorn fótinn þær eiga að stíga en eru rosalega stolltar yfir fínu búðinni sinni. Sætt!

Villi valdi hins vegar öruggu leiðina og tók Björn og Framsókn. Það ætti að tryggja tiltölulega góða sátt milli ríkis og borgar næsta árið alla vega. Verður fróðlegt að sjá. Held hins vegar að Villi eigi eftir að verða hinn ágætasti borgarstjóri. Hann er reynslubolti og er með hóp af mjög spræku fólki með sér sem ég held að geti gert góða hluti.

Annað sem var athyglisvert við þessar kosningar var að Svandís Svavars kom nokkuð sterk og fersk inn. Árni sást ekki í eitt einasta skipti í baráttunni enda orðinn hálfrykfallinn. Í Svandísi er pottþétt um að ræða framtíðarleiðtogaefni Vinstri grænna og má Kata litla varaformaður nú heldur betur fara að vara sig.

Það hefði líka verið athyglisvert ef Framsókn hefði dottið alveg út í Reykjavík. Hvað hefði þá gerst? Hefði flokkurinn alveg þurrkast út? Nei, líklega ekki. Þeir hafa t.d. ekki verið með mann inni í Hafnarfirði lengi og hafa ekki boðið fram formlega í Reykjavík lengi heldur.

Ég held að vandamál Framsóknar sé að sérstaða þeirra hefur gufað upp á markaði. Sjallarnir voru hægri og hinir voru vinstri. Framsókn var í miðjunni og gaf sig út fyrir að taka það besta frá báðum. Núna eru hins vegar bæði Sjallarnir og Samfylkingarfólkið komin inn á miðjuna og varla hægt að heyra muninn á þeirra málflutningi þannig að Framsókn hefur enga sérstöðu lengur. Lendir bara sem álegg á milli Sjallanna og Samfylkingarinnar. Það verður athyglisvert að sjá hvort þeir lifa það af.

3 Comments:

At 2.6.2006, 15:55, Blogger imyndum said...

Blessaður, bara láta þig vita að ég sé búin að setja link af síðunni minni yfir á þína

Þér er velkomið að gera hið sama

Góða skemtun fyrir norðan á sextándanum, var að frétta það sé búið að kaupa miða

Kveðja frá París, Rósa

 
At 27.6.2006, 09:34, Blogger imyndum said...

Ég geri mér grein fyrir þeirri blogg hægðartregðu sem þú ert með. Spurning samt um að kreista aðeins og leifa allavega einu á mánuði að koma út?

 
At 5.7.2006, 11:44, Blogger Bebba said...

Blessaður! Til í Reunion þriðjudaginn 18. júlí?! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home