föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar!!!

Já, gleðilegt sumar gott fólk! Alltaf skemmtilegt þegar sumardagurinn fyrsti gengur í garð. Skítt með veðrið en frá þeim degi telja Íslendingar sér trú um að komið sé sumar. Þeim líður betur, þeir brosa meira og almennt eru glaðari en fyrir þennan mikla dag.

Þetta er að sjálfsögðu frábært. Söng með Skátakórnum í Hallgrímskirkju í morgun. Söngurinn hitti einn öldunginn svo í hjartastað að hann fór af svæðinu með sjúkrabíl. Dagur Eggerts frambjóðandi sýndi læknataktana og þegar ég ræddi við hann á eftir sagðist hann vera svolítið í þessu í kirkjum, þ.e. að bjarga þeim sem skaparinn ýtir full mikið við. Já, sprækur strákur Dagur.

Eftir messu lögðum við skötuhjúin okkur en fórum síðan í göngutúr þegar líða tók á daginn. Þrömmuðum yfir í Nauthólsvík og var markmiðið að fá sér köku á Nauthól. Þar var hins vegar lokað vegna viðgerða og héldum við því áfram niður í bæ. Fengum okkur að snæða á Thorvaldsens-bar sem við höfum aldrei gert áður og stóðu þeir sig með prýði. Röltum síðan heim. Þetta teljast líklega á bilinu 5 - 10 km sem er ágætisframmistaða. Það er orðin næstum því regla að þegar við förum eitthvað út að ganga þá endum við nautnafólkið inni á einhverjum veitingastað og borðum til baka kaloríurnar sem við mögulega hefðum getað misst á göngunni. Maður verður að eiga forða þegar fuglaflensan kemur í hús!

Náði þeim merka áfanga á þriðjudaginn að verða Dirty-Too, þ.e. þrjátíuogtveggjaára. Þetta gat hann strákurinn! Þetta var brjálaður dagur alveg frá níu um m0rguninn til tíu um kvöldið en ég stal samt hléi í hádeginu þegar Inga bauð mér á Enricos á Laugaveginum. Mjög góður matur og notaleg stemning.

Hlustaði áðan á nýtt lag með Guðmundi Jónssyni Sálargítarista en það mun enda á disknum Óður til lífsins sem ég er að aðstoða MND-félagið við að gefa út. Flott lag sem mun sóma sér vel á disknum.

Allt brjálað að gera í kjarasamningunum. Vonandi kemst þetta eitthvað áfram í næstu viku. Það verður æðislegt þegar þetta brölt er búið og hægt að fara að gera eitthvað meira skapandi. ALDREI skal ég sækja um vinnu hjá verkalýðsfélagi við kjarasamningagerð. Með leiðinlegri verkefnum sem ég hef lent í þar sem þetta er orðið svo langt og erfitt ferli. 5 mánuðir hafa liðið og við að einhverju endalausu nuddi. Nú er þetta vonandi að komast í hús - vonandi.

Tek grunnprófið í söng og tónheyrn líklega 1. maí og í tónfræðinni líklega 5. maí. Vonum það besta...eins gott að fara að læra heima...

1 Comments:

At 19.2.2010, 11:36, Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]Toda la informacion que buscas sobre ganar dinero[/b]
Hemos hallado la mejor guia en internet de como ganar dinero desde casa. Como nos ha sido de interes para nosotros, tambien les puede ser de utilidad a ustedes. No son solo metodos de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de formas para ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar-dinero-ya.com[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]

 

Skrifa ummæli

<< Home