þriðjudagur, nóvember 22, 2005

En ein prinsessan!


Gunna og Kristbjörn eignuðust hana Huldu 12. nóvember síðastliðinn.

Til hamingju öll þrjú!!!!

Þetta er svakalegt prinsessulán hjá fólkinu í kringum mann. Fyrst Árni og Guðbjörg, svo Steini og Herdís og loks Gunna og Kristbjörn. Það verður fróðlegt að sjá hvers kyns verður í Álaborginni þegar Álaborgarunginn trítlar í heiminn á nýju ári.

Svo er bloggið mitt orðið eins og fréttasíða af fæðingardeildinni. En hey!! Það er bara ekki á hverjum degi (þangað til núna) sem heill fullskapaður einstaklingur stekkur inn í veröldina í kringum mann. Þetta er bara svo merkilegt að það er varla hægt annað en að minnast á.

Aftur til hamingju með þetta öll þrjú. Þið getið séð meiri myndir og gúmmulaði á heimasíðunni hjá Gunnu...

1 Comments:

At 22.11.2005, 22:44, Anonymous Nafnlaus said...

Estrógenið alveg á yfirsnúningi hjá þér? hehehe... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home