fimmtudagur, mars 17, 2005

Verzlókönnun - Part II Ný Vaka komin í heiminn!

Þá hefur nú stór-Skjöldungunum fjölgað um einn. Vaka vinkona Ágústsdóttir skáti og Orkuveitupía eignaðist 14 marka stelpu á mánudaginn. Nú spretta börn fram úr öllum hornum hjá vinum og kunningjum. Fullt af þeim komin og fullt af þeim á leiðinni allt í kringum mann. Skemmtilegt - Væntanlega aldurinn. Eftir slatta af árum verða allir vinir manns haldandi fermingarveislur, þá giftingarveislur, farnir að tala um barnabörnin og loks farnir að mæta í jarðafarir 15 sinnum á ári. Já, að sumu leyti er lífið svolítið fyrirsjáanlegt...og þó ekki!

Eyddi annars fyrri hluta kvölds í að slá inn Verzlókönnun númer 2 í ár. Ekki það að ég sé ekki kominn með upp í kok af Verzlókönnun númer 1 en þar sem ég er að klára seinustu skýrsluna þar þá tók ég að mér aðra. Jibbíííí... Þessi er hins vegar verulega meðfærilegri en hin stóra. Verður þó fullt af vinnu. Merkilegt hvað Mammon getur dregið mann úti í!
Reyndar alltaf mjög gaman að koma upp í Verzló. Ofsalega góður kraftur í því húsi og krökkunum þar. Enda eru þeir ánægðir með skólann sinn. Skamkvæmt könnuninni voru 77,8% Verzlinga frekar eða mjög ánægðir með námið....geri aðrir skólar betur.
Var með eitthvað á bilinu 10-15 manns áðan sem sló inn hátt á fimmtánda hundrað spurningalista inn í fína Accessformið mitt á fjórum tímum eða svo. Verulega vel að verki staðið.

Jæja, best að rumpa Verzlókönnun nr. 1 af...!

Kíkið á þetta...stjórnmálaflokkarnir ættu kannski að fá þessa til að sjá um kynningarmálin fyrir sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home